Útskrift frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga 25. maí 2019

Nýstúdentar vor 2019
Nýstúdentar vor 2019

Laugardaginn 25. maí brautskráðust 26 nemendur frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga.

Af félags- og hugvísindabraut brautskráðust Andri Þór Hinriksson, Aníta Ýr Bergþórsdóttir, Aron Ingi Hinriksson, Brynjar Vilhjálmsson, Dagný Vagnsdóttir, Diljá Sigurjónsdóttir, Erlingur Hrafn Helgason, Eyrún Ösp Jóhannesdóttir, Hilmar Björnsson, Kristín Birna Sigfúsdóttir, Marsibil Lísa Þórðardóttir, Patrycja Aleksandra Gawor, Samra Begic, Sigurborg Kristín Ólafsdóttir og Sumarliði Kristmundsson.

Af náttúru- og raunvísindabraut brautskráðust Petrea Mjöll Elvarsdóttir, Pétur Steinar Jóhannsson, Ragnheiður Ingólfsdóttir, Regína Sigurjónsdóttir og Svava Kristín Jónsdóttir.

Af opinni braut til stúdentsbrautar brautskráðust Gunnar Ingi Gunnarsson, Ríkey Konráðsdóttir, Sandra Líf Pálsdóttir, Sölvi Óskarsson og Trausti Leó Gunnarsson.

Úr námi af starfsbraut lauk hann Hörður Elí Kristmundsson.

 

Athöfnin hófst á því að Hrafnhildur Hallvarðsdóttir skólameistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga brautskráði nemendur og flutti ávarp. Sólrún Guðjónsdóttir aðstoðarskólameistari afhenti síðan með aðstoð kennara nemendum viðurkenningar fyrir góðan námsárangur.

 

Sveitarfélögin sem standa að skólanum gáfu viðurkenningar í formi bókagjafa, auk þess gáfu Hugvísindadeildar Háskóla Íslands, Háskóli Reykjavíkur, Embætti landlæknis, Arion banki, Íslenska stærðfræðafélagið, Setbergsprestkall, Landsbankinn og Fjölbrautaskóli Snæfellinga viðurkenningar og gjafir.

 

Samra Begic hlaut hæstu einkunn á stúdentsprófi og var meðaleinkunn hennar 9.22 og fékk hún veglega bókagjöf frá sveitafélögunum og peningagjöf frá Landsbankanum. Samra hlaut viðurkenningu fyrir námsárangur sinn í ensku, íslensku og þýsku og verðlaun frá Hugvísindadeild HÍ fyrir árangur sinn í tungumálum. Einnig hlaut hún viðurkenningu fyrir námsárangur sinn í félags- og hugvísindagreinum sem og í viðskiptagreinum.

Svava Kristín Jónsdóttir hlaut gjöf frá Arion banka og Íslenska stærðfræðafélaginu fyrir árangur sinn í stærðfræði, Gjöf frá HR fyrir árangur sinn í raungreinum og viðurkenningu fyrir námsárangur sinn í eðlisfræði og umhverfisfræðum.

Andri Þór Hinriksson hlaut viðurkenningu fyrir námsárangur sinn í þýsku, Dagný Vagnsdóttir hlaut gjöf frá Arion banka fyrir námsárangur sinn í stærðfræði, Aníta Ýr Bergþórsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir námsárangur sinn í sálfræði og viðurkenningu frá Embætti Landslæknis fyrir vel unnin störf í þágu lýðheilsu og forvarna innan skólans, Marsibil Lísa Þórðardóttir hlaut verðlaun fyrir námsárangur sinn í sálfræði og sögu, Kristín Birna Sigfúsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir námsárangur sinn í félagsfræðum, Hörður Elí Kristmundsson hlaut viðurkenningu fyrir störf sín í Grundarfjarðarkirkju og Ragnheiður Ingólfsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir störf sín með Forseti nemendafélagsins.