Útskrift 27. maí 2022

Í gær voru 17 nemendur útskrifaðir frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Af náttúru- og raunvísindabraut útskrifuðust fimm nemendur, af félags- og hugvísindabraut útskrifuðust tveir nemendur, af íþróttabraut útskrifuðust tveir nemendur, sex nemendur útskrifuðust af opinni braut og af starfsbraut luku tveir nemendur námi. Með þessum hóp hefur skólinn útskrifað 530 nemendur frá fyrstu útskriftinni sem var í desember 2005.
Innilega til hamingju með þennan áfanga.
 
Halldóra Margrét Pálsdóttir útskrifaðist með hæstu meðaleinkunn