Upplýsingar til aðstandenda nemenda 18 ára og eldri

Kæru aðstandendur

Þegar nemendur verða 18 ára þá lokast á aðgang aðstandenda í Innu. Þessa dagana, þegar mikið er um upplýsingar bæði í Innu og í gegnum tölvupóst, þá getur verið hjálplegt að veita foreldrum aðgang. Til að gera það fer nemandinn í Ég í Innu og þar er valið Aðstandendur og smellt á blýantinn. Myndir af þessu eru sýndar í Innu nemenda undir aðstoð/Nemendur. Þar með komast aðstandendur með sínum rafrænu skilríkjum inn í Innu og eru einnig komnir á póstlista.