Upphaf vorannar 2022

Gleðilegt ár kæru nemendur og samstarfsfólk

Kennsla í FSN mun hefjast samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 5.janúar. Stundatöflur birtast í INNU þriðjudaginn 4.janúar og hægt er að óska eftir töflubreytingum í INNU til 14.janúar.

Skólahald er enn haldið samkvæmt reglugerð um sóttvarnir. Samkvæmt reglugerð 1484/2021 frá 21.desember segir svo um skólahald í framhaldsskólum:

6. gr.

Skólar.

Hámarksfjöldi nemenda í leik-, grunn-, framhalds- og háskólum og í frístund á grunnskólastigi er 50 í hverju rými. Blöndun hópa er heimil. Í sameiginlegum umgangsrýmum á öllum skólastigum, svo sem við innganga, í anddyri og á göngum, er heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun.

Hámarksfjöldi starfsfólks í sama rými er 20 manns og er heimilt að fara á milli rýma.

Þrátt fyrir 1. mgr. 4. gr. skal leitast við að viðhafa 1 metra milli nemenda í kennslustofum en að öðrum kosti ber nemendum í framhalds- og háskólum að bera grímu