Þemavika - Kynheilbrigði

Þessa vikuna er  þemavika og er hún að hluta tileinkuð vinnu og umfjöllun um kynheilbrigði. Nemendum skipt í hópa fyrir hádegi þar sem fjallað er um ýmislegt sem tengist kynheilbrigði og eftir hádegi fara nemendur í hópa þar sem nemendur geta spreytt sig á ýmsu sem er ekki á dagskrá á venjulegum skóladögum. Má þar nefna prjón og hekl, teikningu, ferð í Klifurhúsið, pílu, rafíþróttir, tik-tok, vinnu með leir, spinning og borðspil. Einnig geta nemendur tekið þátt í frisbeegolfi, fooseball, skák, skúffukökugerð, yoga og hestamennsku.

Kynning á afurðum úr verkefnavinnu um kynheilbrigði verður á fimmtudag fyrir hádegi. Síðan er hádegismatur og eftir mat fara allir nemendur og starfsfólk og hjálpast að við að gera stóra salinn klárann því á fimmtudag er árshátíð nemendafélagsins.

Rútur fara því heim klukkan 13 á fimmtudaginn. 

 Þemadagar hér má sjá myndir frá þemadögum.