Stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga (FSN)og búfræðipróf frá Landbúnaðarháskóla Íslands (LBhÍ)

FSN og LbHí eru með samning um kennslu náttúrufræðibrautar með búfræðisviði til stúdentsprófs.  Nemendur hafa möguleika á því að útskrifast með stúdentspróf frá FSN og búfræðipróf frá LbHí. Búfræðilínu á stúdentsbraut er ætlað að veita nemendum undirbúning undir háskólanám í náttúru- og búvísindum og tekur að jafnaði fjögur ár. Nemendur taka tvö fyrstu árin í FSN og er megináherslan á kjarnagreinar til stúdentsprófs og valdar greinar á sviði raungreina. Seinni tvö árin taka nemendur við búfræðibraut Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri.

 Val á nemendum á brautina byggir á því að nemendur hafi reynslu af störfum í landbúnaði og uppfylli önnur þau inntökuskilyrði sem kveðið er á um fyrir búfræðinám í LbhÍ á Hvanneyri.  Námið er góður undirbúningur til framhaldsnáms á sviði almennra náttúruvísinda, búvísinda og dýralækninga.

Náttúru- og raunvísindabraut - Búfræðilína

Búfræði - Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri