Stúdentsefni máta stúdentshúfur

Nú er kominn þessi tími.

Stúdentsefni máta húfur og áður en við vitum af verða þau útskrifuð og flogin á braut. Aðrir nemendur velja sér áfanga fyrir haustönn 2019 því þessa vikuna stendur yfir valtímabil og forinnritun fyrir skólaárið 2019-2020 hófst á föstudaginn.