Starfsfólk FSN fer í námferð til Finnlands í haustfríinu

Minnismerki í Helsinki um tónskáldið Sibelius
Minnismerki í Helsinki um tónskáldið Sibelius

í næstu viku er haustfríi í FSN. Þessa daga ætla starfsmenn að nýta til að fara í námsferð til Finnlands og kynna sér hugmyndafræði Positive Learning.  Námskeiðið hjá Positive er fræðsla og þjálfun í því að sjá það góða í hverjum nemanda og aðferðir til þess að innleiða jákvæðni inn í allt skólasamfélagið. Það illa sér um sig sjálft en það góða þarf að næra og veita sérstaka athygli.

Það er mikill styrkur fólginn í því að fá alla starfsmenn skólans til þess að vinna eftir sömu hugmyndafræði, sem gengur út á það að veita styrkleikum hvers og eins nemanda sérstaka athygli.Positive Learning hefur þjálfað yfir 40 þúsund starfsmenn í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum.orstöðumaður og jafnframt okkar helsti þjálfari á ráðstefnunni er Elena Paatsila, en hún flutti meðal annars erindi á norrænu lýðheilsuráðstefnunni í Hörpunni í júní 2022.

 

Við munum örugglega flytja fréttir af Finnlandsferð okkar þegar heim er komið.

Sjá frekari upplýsingar hér: Positive Learning