Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema

Giovanni Gaio, skiptinemi frá Ítalíu
Giovanni Gaio, skiptinemi frá Ítalíu

Í gær, 29.október, fékk nemandi við FSN viðurkenningu fyrir góðan árangur í stærðfræðikeppni framhaldsskólanema.
Giovanni Gaio, skiptinemi frá Ítalíu, lenti í 8.-10.sæti á efra stigi keppninnar. Með þessu vann hann sér inn þátttökurétt í úrslitum sem fara fram í mars á næsta ári.

Við erum ákaflega stolt af Giovanni og óskum honum innilega til hamingju með árangurinn.