Upphaf skólaársins 2020-2021

Skrifstofa skólans hefur opnað að loknu sumarleyfi.

Opnunartími skrifstofunnar er 9:00-15:00.

Núna er enn óljóst hvernig skólahald verður vegna samkomutakmarkana sem eru núna.

Von er á nýjum upplýsingum frá sóttvarnarlækni  þann 13. ágúst og verður gefið út í kjölfarið hvernig skólahaldi verður háttað við upphaf haustannar.

Stefnt er að því að taka á móti nýnemum þann 18. ágúst og munu nemendur fá póst með nánari upplýsingum þegar nær dregur.

Skólinn mun ávallt  fylgja þeim relgum sem almannavarnir og sóttvarnarlæknir hafa sett um samkomur og skólahald.

Nánari fréttir verða settar á heimasíðuna í vikunni og eru nemendur hvattir til að fylgjast vel með.