Skólastarf á vorönn 2024

Kæru nemendur, , gleðilegt ár og takk fyrir liðið ár.

Skólastarf hefst að nýju eftir jólafrí fimmtudaginn 4. janúar, Nemendur eiga að mæta í matsal klukkan 8:30 þar sem skólameistari ávarpar nemendur og hefst kennsla samkvæmt stundatöflu sem er opin í INNU.  Skólastarf hefst á sama tíma hjá staðnemum og fjarnemendum. Fjarnemar geta haft samband við Agnesi umsjónarkennara fjarnáms, agnes@fsn.is, ef einhverjar spurningar vakna um námið.  Vinnustöðvar á vorönn hefjast á þriðjudaginn 9.janúar. Við hlökkum til starfsins á komandi vorönn.