Hrafnhildur Hallvarðsdóttir skólameistari ásamt hluta af nemendum.
Fjölbrautaskóli Snæfellinga var settur í 22.skiptið í dag, 18.ágúst 2025. Skólameistari fór örstutt yfir starf skólans og skólareglur. Skólameistari setti síðan skólann og eftir það hófst kennsla samkvæmt stundaskrá. í dag eru um 200 nemendur innritaðir í skólann.
Starfsfólk og nemendur hlakka til komandi skólaárs.
Við viljum minna á foreldrafund nýnema í dag, 18. ágúst í matsal skólans, klukkan 17:30.
Ef einhverjar spurningar vakna, hafið þá endilega sambandi við skrifstofu skólans í síma 430 8400.
Við erum hér fyrir ykkur.


