Skólahald 49.viku.

Næsta vika er 49. vika.  30.nóv.-4.desember

Góðan dag ágæta samstarfsfólk og nemendur. Takk fyrir góða vinnu í síðustu viku. Nú eru ekki nema átta dagar eftir af þessari önn, síðasti skóladagur er 9.desember. Þessir dagar eru merktir á skóladagatali sem verkefnadagar. Þar sem ýmsar takmarkanir eru á skólastarfi vegna COVID-19 verða lokaverkefni ekki unnin eins og venjulega og engin formlegur sýningadagur verður. Útfærsla á verkefnavinnu er því mismunandi eftir hópum og munu kennarar útskýra það í áföngum í MOODLE.

 

Breytingar í mötuneyti:

Vegna veikindaleyfis verða breytingar í mötuneyti þessa viku.  Maturinn verður sendur í skólann frá veitingahúsinu Kaffi59 þriðjudag til föstudags. Nemendur og starfsfólk þurfa því að panta matinn fyrirfram. Pöntun fer fram á heimasíðu skólans og þar má sjá matseðil þessa daga.  Matarmiðar gilda eins og áður og einnig er hægt að greiða hverja máltíð sérstaklega.

 

Fyrirkomulag kennslu í viku 49.

Nýnemar í Framhaldsdeild og í FSN og nemendur á starfsbraut mæta í skólann samkvæmt stundaskrá.

Nemendur í Framhaldsdeild á Patreksfirði geta mætt samkvæmt stundaskrá.

Eldri nemendur mæta í TEAMS samkvæmt stundaskrá.

Nú eru að hefjast verkefnadagar í annarlok:

  • Eldri nemendur geta mætt í skólann til að læra eða vinna hópverkefni. Munið hólfaskiptingu og sóttvarnareglur.
  • Kennarar geta kallað til sín nemendur í ákveðnum hópum ef þeir vilja vera með staðkennslu. Munið hólfaskiptingu og sóttvarnaregur.

Útskrift 19.desember.

Útskrift er fyrirhuguð laugardaginn 19.desember klukkan 15, Nánari útfærsla verður sett á heimasíðu skólans þegar ný reglugerð vegna COVID-19 hefur verið gefin út.

 

Til minnis:

 

  • Ég vil líka minna á að sóttvarnareglur eru enn í gildi og er persónulegt hreinlsæti, grímur og tveggja metra reglan mikilvægustu reglurnar.

 

  • Hámarksfjöldi í rými er 25manns, nemendum er ekki heimilt að fara á milli rýma.
  •   Hólfaskipting er enn í gangi og blöndun nemenda milli hópa er ekki heimil í kennslu en starfsfólki er heimilt að fara á milli hópa.
  • Hólf
    • Nýnemar eru í stóra salnum.
    • Eldri nememendur hafa námsrými í Býli og upp á Hæð/Höfða/Heiði.
    • Matartími er skiptur, sjá upplýsingar á skjá í anddyri.

 

Reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar

Gildir frá og með 18.nóvember, til og með 1.desember 2020

 

 

Góða vinnuviku

Hrafnhildur skólameistari