Skólahald 16.-20.nóvember

Nýnemar og starfsbraut mæta í skólann samkvæmt stundaskrá.

Nemendur í Framhaldsdeild á Patreksfirði mæta samkvæmt stundaskrá.

Eldri nemendur mæta í TEAMS samkvæmt stundaskrá.

Eldri nemendur geta mætt í skólann til að læra eða vinna hópverkefni.

 Á þriðjudaginn er umsjón.

 Til minnis:

  •  Sóttvarnarreglur eru enn í gildi og er persónulegt hreinlæti, grímur og tveggja metra reglan mikilvægustu reglurnar.

 

  • Hámarksfjöldi í rými er 10 manns en í hópi nýnema mega vera 25 manns.

 

  • 9.desember er síðasti kennsludagur á þessari önn. Þið hafið öll unnið vel og staðið ykkur frábærlega í aðstæðum sem eru afar óvenjulegar. Við skulum bretta upp ermar á lokasprettinum þannig að við komum sátt í mark í lok annar.

 

  • Útskrift. Samkvæmt skóladagatali er útskrift klukkan 15:00 laugardaginn 19.desember. Enn er of snemmt að segja til um hvernig útskriftinni verður háttað en við skulum vona að útskriftarhátíðin geti verið nálægt hefðbundnu sniði.

 

Góða helgi og takk fyrir góða vinnuviku. Þið eruð frábær.

Hrafnhildur skólameistari