Skólabyrjun á vorönn 2021

Gleðilegt ár ágæta samstarfsfólk og nemendur, og takk fyrir liðið ár.

Það er ánægjulegt að segja frá því að samkvæmt reglugerð frá 21.desember mega allir nemendur mæta í skólann. Þessi reglugerð gildir frá og með 1.janúar 2021 og gildir til og með 28.febrúar 2021. Nemendur þurfa að vera með grímur þegar ekki næst 2ja metra bil í stofum. Grímur verða í skólanum og sprittbrúsar eru við innganga og víðar í skólanum.

Skólastarf á framhaldsskólastigi, í lýðskóla, ungmennahúsum og framhaldsfræðslu er heimilt að því tilskildu að nemendur og starfs­fólk geti haft minnst 2 metra fjarlægð sín á milli og fjöldi nemenda og starfs­manna fari aldrei yfir 30 í hverju rými. Tryggja skal góða loftræstingu í rýmum og lofta út milli hópa. Sé ekki unnt að halda 2 metra fjarlægð skulu nemendur og starfsmenn nota andlits­grímur.

Í sameiginlegum rýmum skóla, svo sem við innganga, í anddyri, á salerni og göngum, er heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun að því gefnu að notaðar séu andlitsgrímur.

Blöndun nemenda milli hópa er heimil í kennslu. Aðrir viðburðir sem ekki teljast til kennslu eða náms skulu ekki fara fram í skólabyggingum. Takmarka skal gestakomur í skólabyggingar.

Sameiginlegir snertifletir í kennslustofum skulu sótthreinsaðir eftir hverja við­veru nemenda­hópa. Jafnframt skal sótthreinsa sameiginlegan búnað og snertifleti a.m.k. einu sinni á dag og leggja áherslu á einstaklingsbundnar sóttvarnir.

Mötuneyti er heimilt að starfa samkvæmt gildandi ákvæðum um fjöldatakmarkanir og nálægðar­tak­markanir.

 

 

                   Næsta vika er 2. vika.  4.-8.janúar

  • Þriðjudagur:
    •  Starfsdagur kennara
  • Miðvikudagur:
    • Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá– Allir staðnemendur mæta í skólann
      • Vegna sóttvarnareglna er ekki formleg skólasetning.
  • Fimmtudagur:
    • Kennsla samkvæmt stundaskrá
  • Föstudagur: 
    • Verkefnatímar á TEAMS

 Til minnis:

  • Nemendur og starfsfólk þurfa að panta mat fyrirfram. Það er gert á heimasíðu skólans: Mötuneyti
  • Nemendur og starfsfólk þarf að hafa tveggja metra fjarlægð sín á milli.
  • Fjöldi nemenda og starfsmanna má aldrei fara yfir 30 í hverju rými.
  • Í sameiginlegum rýmum skólans, svo sem við innganga, í andyri, á salerni og göngum er heimilt að víkja frá fjöldatakmörkunum að því gefnu að notaðar séu andlitsgrímur.
  • Það er rétt að geta þess að á vorönn 2021 ætlum við að vera með tilraunaverkefni í gangi í FSN og gera breytingu á stundakrá. Breytingin er tvenns konar:
    • í fimm eininga áföngum eru tveir fastir tímar og tveir verkefnatímar.
    • Fastir tímar eru ekki á föstudögum og því ekki skólaakstur á föstudögum.
    • Skólinn er opinn á föstudögum fyrir nemendur sem vilja vinna verkefnin í skólanum.
    • Ég vil minna nemendur á að ein framhaldsskólaeining samsvarar  18- 24 klukkustunda vinnu meðalnemenda, það er að segja þriggja daga vinnu nemenda ef gert er ráð fyrir sex til átta klukkustunda vinnu að meðaltali á deg eftir eðli viðfangsefna og afkastagetu nemenda.
    • Ég vil líka minna nemendur á að verkefnatímar á föstudögum nýtast til verkefnavinnu og hægt er að fá aðstoð og leiðbeiningar frá kennurum á TEAMS samkvæmt stundaskrá.

 

Kveðja

Hrafnhildur skólameistari