Síðasta kennsluvikan í FSN

Þá er síðasta kennsluvikan í FSN búin þetta skólaárið. Það var mikið líf og fjör í skólanum. Nemendur unnu að lokaverkefnum í áföngum, útskriftarnemendur dimmeteruðu og nemendur skemmtu sér á lokaballi vetrarins. Á föstudag var kynning á verkefnum nemenda á nýsköpunarbraut og við  væntum þess að þessi braut eigi eftir að vaxa og koma með miklar nýjungar í skólann.

Ég vil þakka nemendum og samstarfsfólki fyrir veturinn og minni á að útskriftarhátíð skólans verður haldin föstudaginn 27.maí klukkan 15.