Tveir nemendur frá FSN hlutu styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands

Samra Begic tekur við afreks- og hvatningarstyrk frá rektor Háskóla Íslands
Samra Begic tekur við afreks- og hvatningarstyrk frá rektor Háskóla Íslands

Tveir nemendur frá FSN hlutu styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands. Þetta voru þær Samra Begic sem var dúx FSN í maí 2019 og Ísól Lilja Róbertsdóttir sem var dúx FSN í maí 2018.

Tuttugu og níu nemendur, sem hyggjast hefja nám í Háskóla Íslands í haust, tóku við styrkjum úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands við hátíðlega athöfn á Háskólatorgi í gær. Þetta var í tólfta sinn sem styrkjum var úthlutað úr sjóðnum.

Styrkþegarnir koma úr þrettán framhaldsskólum víða af landinu og eiga það sameiginlegt að hafa náð framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs og jafnframt látið til sín taka á öðrum sviðum, svo sem í félagsstörfum í framhaldsskóla eða listum og íþróttum. Þá leitast stjórn sjóðsins einnig við að styrkja nýnema sem sýnt hafa fram á sérstakar framfarir í námi eða góðan námsárangur þrátt fyrir erfiðar aðstæður.  

Nánar má lesa um þessa athöfn hér: Afreks- og hvatningarsjóður stúdenta við Háskóla Íslands