Rannsóknir í aðferðafræði

Nemendur í aðferðafræði (RANN3EM05) gerðu sjálfstæðar rannsóknir í lok annar þar sem nemendur fengu frjálst val um rannsóknarefni. Margar skemmtilegar og áhugaverðar rannsóknir voru gerðar. Meðal annars voru áhrif Covid-19 á geðheilsu ungmenna skoðuð, áhrif samfélagsmiðla á geðheilsu og áhrif símanotkunar á námsárangur. Kristín Rós Jóhannesdóttir kennir þennan áfanga.

Halldóra Margrét og Melkorka Sunna skoðuðu verkaskiptingu á heimilisverkum á heimilum nemenda skólans. Helstu niðurstöður þeirrar rannsóknar voru að nemendur sjá helst um að vaska upp og ryksuga heima hjá sér en fáir sjá um að skúra, einnig kom fram að nokkrir nemendur sjá ekki um nein heimilisverk á sínu heimili (sjá Mynd 1).

Mynd 1 - Hvaða heimilisverk sérð þú um á þínu heimili?

 

Eins og sjá má á Mynd 2 sjá mæður um flest heimilisverk á heimilum nemenda. Mæður sjá í langflestum tilfellum um að þvo þvott og þurrka af en það að ryksuga skiptist nokkuð jafnt milli mæðra, feðra og nemenda. Þegar nemendur voru spurðir hvort þeim finndist skemmtilegt að sjá um heimilisverk svöruðu flestir nemendur því neitandi, nema þegar kom að því að elda mat, þá svöruðu 2/3 nemenda að þeim þætti það gaman.

Aðferðafræði

Mynd 2 - Hver sér oftast um heimilisverkin á þínu heimili?