Opinber heimsókn forseta Íslands og forsetafrúar í Grundarfjarðabæ

Í dag  fimmtudaginn 31. október, verður opinber
heimsókn í Grundarfjarðarbæ. Þar  munu hjónin
kynna sér starfsemi bæjarfélagsins, þau heimsækja ungu kynslóðina í
grunn- og leikskólum og líta inn hjá eldri borgurum auk þess sem komið
verður við í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði í hádeginu. Einnig
heimsækja hjónin fiskvinnslu Guðmundar Runólfssonar og fleiri
atvinnufyrirtæki, eiga fund með skátum og sækja svo málstofu um
sjávarútvegsmál í Bæringsstofu. Opinni dagskrá heimsóknarinnar lýkur
með opnu húsi fyrir bæjarbúa í Sögumiðstöðinni þar sem heimamenn
bjóða upp á tónlistaratriði og léttar veitingar og hefst sú samkoma
klukkan 16:20.