Nýnemadagur á þriðjudag 18.ágúst

Á morgun bjóðum við nýnema velkomna í skólann á sérstakan kynningardag klukkan 10:30. Nemar fá kynningu því helsta sem viðkemur skólagöngu í FSN.

Það verður farið yfir helstu þætti skólastarfsins. Þeir nemendur sem eiga fartölvur eru beðnir um að koma með þær. Við viljum endilega biðja nemendur að vera búin að ná  sér í íslykil eða rafræn skilríki.

Að lokinni kynningu er nýnemum boðið í hádegismat í mötuneyti skólans.

Gert er ráð fyrir að dagskrá nýnemadags ljúki um kl. 13:00.

Nemendur í framhaldsdeildinni á Patreksfirði mæta á nýnemadag í deildina á Patreksfirði kl. 10:30.

 Rútur fara frá:

Hellissandi kl. 10:00

Ólafsvík kl. 10: 10 (íþróttahús)

Stykkishólmi kl 10:00

Frá skóla kl. 13:00