Nýnemadagur

Nýnemar mæta á sérstaka kynningardaga, nýnemadaga, föstudaginn 20. ágúst og mánudaginn 23. ágúst  kl. 8:30. Þar verður farið yfir helstu þætti skólastarfsins.

Nemendur eru beðnir um að vera búnir að ná sér í íslykil á www.island.is/islykill.

Þeir nemendur sem eiga fartölvur eru beðnir um að koma með þær. Gert er ráð fyrir kennslu samkvæmt stundaskrá nýnemadaga.

Nemendur í framhaldsdeildinni á Patreksfirði mæta í deildina á Patreksfirði kl. 8:30.

Föstudaginn 20. ágúst

08:30 – mæting í FSN

08:45 – Kynning á skólanum og starfsfólki

09:10 – Morgunmatur

09:30 – Kvika – Innskráning í allt (Office, Innu, Moodle, Teams)

11:30 - Hagnýt atriði – gagnageymsla og skipulag

12:30 – Hádegismatur

13:00 – Rútur heim

 

Mánudaginn 23. ágúst

Kennsla nýnema samkvæmt stundatöflu

 

Rútuakstur  -  Áætlun:

Frá Stykkishólmi kl. 7:55 (Íþróttamiðstöð)
Frá Hellissandi kl. 7:50 (N1)
Frá Rifi kl. 7:53
Frá Ólafsvík kl. 8:05 (Íþróttahús)

Foreldrar nýnema verða boðaðir á sérstakan kynningardag 31. ágúst.