Ný reglugerð um takmörkun á skólastarfi

 Góðan dag ágæta samstarfsfólk og nemendur

 

Nú er komin ný reglugerð um takmörkun á skólahaldi vegna farsóttar og mun hún gilda frá og með 24.febrúar 2021 og gildir til og með 30.apríl 2021.

í 6.grein eru ákvæði sem eiga við framhaldsskóla:

6. gr.

Framhaldsskólar.

Skólastarf á framhaldsskólastigi, í lýðskóla, ungmennahúsum og framhaldsfræðslu er heimilt að því tilskildu að nemendur og starfs­fólk geti haft minnst 1 metra fjarlægð sín á milli og fjöldi nemenda og starfs­manna fari aldrei yfir 150 í hverju rými.

Sé ekki unnt að halda 1 metra fjarlægð skulu nemendur og starfsmenn nota andlits­grímur. Ekki skulu vera fleiri en 50 starfsmenn- í hverju rými, þó er starfsmönnum heimilt að fara milli hópa.

Í sameiginlegum rýmum skóla, svo sem við innganga, í anddyri, á salerni og göngum sem og í mötuneytum, er heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun að því gefnu að notaðar séu andlitsgrímur.

Blöndun nemenda milli hópa er heimil í kennslu. Viðburðir tengdir starfi eða félagslífi framhaldsskóla, svo sem fyrirlestrar, ræðukeppnir o.fl., eru heimilir í skólabyggingum með þeim fjölda- og nálægðartakmörkunum sem kveðið er á um í ákvæði þessu eða í 5. mgr. 2. gr.

Foreldrar, aðstandendur og aðrir utanaðkomandi skulu sýna aðgát þegar þeir koma inn í skólabyggingar og gæta að sóttvörnum. Þeir skulu gæta að minnst 1 metra nálægðartakmörkun jafnt milli sín sem og gagnvart starfsfólki og skulu bera andlitsgrímur í samræmi við 2. mgr. 4. gr. reglugerðar um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.

Sameiginlegir snertifletir í kennslustofum skulu sótthreinsaðir eftir hverja við­veru nemenda­hópa. Jafnframt skal sótthreinsa sameiginlegan búnað og snertifleti a.m.k. einu sinni á dag og leggja áherslu á einstaklingsbundnar sóttvarnir.

Ákvæði þetta kemur ekki í veg fyrir að nemendur geti dvalið á heimavist.

 

Til minnis:

  • muna 1 m bil á milli einstaklinga.
    • ef ekki er hægt að tryggja minnst 1 metra fjarlægt skulu nemendur og starfsfólk nota grímur.
  • 150 mega vera saman í rými.
  • Við getum haldið árshátíð nemenda, hún þarf að vera þannig að nemendur sitja í sætum með 1 m á milli.
  • Notum grímur til að tryggja eigið öryggi og annarra.
  • Munum persónulegt hreinlæti:
    • Handþvott.
    • Sprittun.

 

Verum kát og fögnum því að farið er að birta og það styttist í vorið.   Það er vetrarfrí 1.-2. mars.

Takk fyrir samstöðu og samvinnu í þessu COVID verkefni. Þetta er ekki búið og við þurfum enn að muna að fara varlega og passa okkur og okkar nánustu.

 

               

Kveðja

Hrafnhildur skólameistari