Ný reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar

Heilbrigðisráðherra hefur í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis ákveðið að herða til muna sóttvarnaaðgerðir til að sporna við hraðri útbreiðslu Covid-19. Aðgerðirnar taka gildi á miðnætti. Almennar fjöldatakmarkanir verða 50 manns. Reglugerð má lesa hér.

 Fyrir okkur í FSN þýðir þetta:

  • Fjöldatakmörk í hverju rými eru 50 manns, það má taka niður grímu eftir að sest hefur verið.
  • Notum grímur, líka í skólabílum.
  • Munum 1 m nálægðartakmörk, ef ekki er hægt að viðhalda eins metra nálægðar-takmörkunum, notum við grímur.
  • Persónulegar sóttvarnir eru enn í fullu gildi: spritt og handþvottur.
  • Verum heima ef við finnum einkenni og förum í skimun.

 

Það er búið að fækka stólum í salnum, virðum nálægðartakmörk og færum stólana ekki til.