Neyðarstig vegna Covid-19

Nú hefur embætti landlæknis lýst yfir neyðarstigi almannavarna vegna Covid-19 veirusmits. Mikilvægt er að fylgja í hvívetna leiðbeiningum embættisins. Viðbragðsáætlun og viðbragðsleiðbeiningar FSN má sjá á vef skólans á forsíðu.

Nemendur og starfsfólk sem hafa kvef eða inflúensueinkenni eru hvött til að vinna heima líkt og við gerum á óveðursdögum og nemendur tilkynna forföll á netfangið fsn@fsn.is

Gætið þess að vinnuhraða verður ekki breytt og engir frestir gefnir á verkefnaskilum en kennarar verða aðgengilegir eftir þeirra fyrirmælum í Moodle. 

Allir þurfa að gæta einstaklega vel að öllu hreinlæti, handþvotti og sprittun. Afgreiðsla í mötuneyti breytist þar sem ekki verður lengur hægt að skammta sér sjálfur heldur verður skammtað fyrir fólk.

Þetta er verkefni okkar allra, við þurfum fyrst og fremst að standa saman, sýna ábyrgð til að tryggja að þau sem eru í samfélagi okkar og veikir fyrir, séu verndaðir eins og kostur er. Ekki er talið líklegt að ungt og hraust fólk lendi í vanda þó það fái veiruna.