Nemendur í skyndihjálparáfanga tóku þátt í landsæfingu björgunarsveita.

Nemendur í skyndihjálparáfanga tóku þátt í landsæfingu björgunarsveita.
Um það bil 450 manns tóku þátt í Landsæfingu björgunarsveita, sameiginlegri æfingu Landhelgisgæslu Íslands og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, sem fór fram á Snæfellsnesi í dag. Björgunarsveitafólk af öllu landinu kom saman og leysti 60 krefjandi verkefni sem fóru meðal annars fram í sjó, í höfninni á Rifi, í hellum og uppi á fjöllum. Æfingin heppnaðist mjög vel þrátt fyrir að veðrið hafi sett strik í reikninginn. Nemendur við FSN fengu hlutverk sjúklinga á slysstað og leystu það verkefni vel af hendi og þóttu sumir sýna mikla leikhæfileika. Með þessu verkefni öðluðust þau mikla þekkingu á því hvernig á að koma að slysi og sinna sjúklingum á slysstað.