Nemendur í fyrirtækjaheimsókn

Nemendur í MeMa heimsækja ISEA
Nemendur í MeMa heimsækja ISEA

Síðastliðinn fimmtudag fóru nemendur í nýsköpunaráfanganum Mema í fyrirtækja heimsókn inn í Stykkishólm. Þangverksmiðjan ISEA var heimsótt og kynntust nemendur verkferlum þeirra. Kennari áfangans er Gunnlaugur Smárason og sagði hann heimsóknina hafa tekist vel og nemendur hafi verið áhugasamir. Hann vonast eftir fleiri heimsóknum á næstu vikum.

Nemendur í Mema áfanganum eru þessa stundina að vinna að verkefni sem tengist Heimsmarkmiðum Sameinuðuþjóðanna #14 (Líf í sjó). Nemendur eiga að skapa vöru eða þjónustu sem tengjast heimsmarkmiðinu. Margar góðar hugmyndir eru á vinnuborðinu og fengu nemendur góða leiðsögn hvernig hægt væri að vinna með þörunga og þara í verkefninu sínu.

 Mema er áfangi sem FSN bjó til í kringum Menntamaskínu - nýsköpunarhraðal, hægt er að fræðast meira um Mema hérna: https://www.mema.is/upplysingar

 Það er mikilvægt fyrir nemendur að sjá mismunandi fyrirtæki á Snæfellsnesi og sýna þeim að hægt að er vinna við ýmislegt að loknu námi og festa rætur á svæðinu.