Nemendur úr Fjölbrautaskóla Snæfellinga fara í skíðaferð

Loksins er hægt að fara í skólaferðalög. Það var mikil gleði í skólanum í morgun þegar 44 nemendur lögðu af stað í skíðaferð til Akureyrar. Fararstjórar eru þau Gísli Pálsson, íþróttakennari, Guðrún Jóna Jósepsdóttir, fjármálastjóri og Hafrún Bylgja Guðmundsdóttir, þroskaþjálfi. Hópurinn er væntanlegur heim á miðvikudagskvöld. Við óskum þeim góðrar skemmtunar og vonandi fær hópurinn gott veður í fjallinu.

Hægt er að skoða myndir á Instagram skólans.