Tinna Ólafsdóttir og nemendur í dönskuáfanga í FSN fyrir utan Jónshús í Kaupmannahöfn
Við lögðum af stað níu krakkar og tveir fararstjórar til Kaupmannahafnar miðvikudaginn 26. nóvember sl. Ferðin gekk mjög vel og allir voru spenntir að komast til Köben. Í Kastrup hittum við Sindra fjarnema sem býr í Belgíu og hann small strax inn í hópinn.
Dagskráin var skemmtileg alla ferðina en það sem stóð sérstaklega upp úr var fótboltaleikur í Parken á milli FCK og Kairat Almaty í Champions league. FCK vann 3–2 og Viktor Daðason, íslenskur leikmaður liðsins, skoraði fyrsta mark leiksins sem vakti mikla gleði í hópnum.
Heimsóknin í Jónshús, samkomuhús Íslendinga í Kaupmannahöfn, var mjög fróðleg. Við hjóluðum einnig um borgina eins og sannir Danir og nutum þess vel. Jólahlaðborðið á Færgecaféen var vel heppnað og alltaf jafn góð upplifun. Jólaljósin í Tívolí heilluðu okkur líka og skemmtu krakkarnir sér konunglega þar heila kvöldstund.
Þetta var einstaklega vel heppnuð ferð og nemendur okkar voru skólanum til mikils sóma.