Nemendur í dönskuáfanga fara til Kaupmannahafnar

Nemendur í dönskuáfanga skoða Kaupamannahöfn
Nemendur í dönskuáfanga skoða Kaupamannahöfn

Í nótt fóru tíu nemendur ásamt dönskukennaranum sínum henni Tinnu, til Kaupmannahafnar. Nemendurnir koma aftur sunnudaginn 30.nóvember. Við óskum þeim góðrar ferðar og hlökkum til að heyra fréttir af ferðalaginu.

Áfanginn er valáfangi í dönsku. í áfangalýsingu sendur:Markmið áfangans er að auka þekkingu nemenda á danskri menningu, sögu og samfélagi. Áhersla er lögð bæði á fjölbreyttan orðaforða sem og faglegan sem tengist afmörkuðum sviðum þannig að nemendur geti lesið sér til skilnings og tjáð sig munnlega og skriflega á dönsku í samræmi við markmið námskrár fyrir annað tungumál á þriðja þrepi. Nemendur velja sér að einhverju leyti viðfangsefni eftir áhugasviði og vinna undir handleiðslu kennara. Bókmenntir, fræðitextar, kvikmyndir, samfélag, pólitík, saga, fjölmiðlar og námsmöguleikar í Danmörku verða meðal viðfangsefna