Nemendur fræðast um plastmengun á strandsvæðum Íslands

Nemendur í fjörunni við Torfabót
Nemendur í fjörunni við Torfabót

Röskir nemendur í innangi að náttúruvísindum vinna nú að verkefni um plastmengun á strandsvæðum Íslands. Fyrsti hluti verkefnisins hófst í gær en þá var hluti fjörunnar við Torfabót hreinsuð.
Gengnir voru alls 270 metra af fjörunni og söfnuðust rúmlega 3 fullir ruslapokar.
Áframhald af verkefninu er að reyna að greina uppruna ruslsins og fræðast um áhrif plasts á umhverfið.