Námsferð til Lanzarote

Þjóðgarður á Lanzarote
Þjóðgarður á Lanzarote

Vikuna 19.-23.febrúar voru fjórir starfsmenn skólans á námskeiði á Lanzarote sem er ein af eyjum Kanaríeyja. Það voru þau Agnes Helga Sigurðardóttir námsráðgjafi, Áslaug Sigvaldadóttir kennari, Loftur Árni Björgvinsson kennari og Hrafnhildur Hallvarðsdóttir skólameistari sem sóttu þetta námskeið. Námskeiðið hét ART AND NATURE FACING THE CALLENGE OF SUSTAINABILITY en á íslensku gæti þetta heitið Listir og náttúra mæta áskörun um sjálfbærni.  Námskeiðið sóttu kennara úr fjórum framhaldsskólum á Íslandi: FB, FSN, MTR og Verzló. þetta námskeið  var styrkt af Erasmus+ áætluninni. Endurmenntunarstofnun kennara á Lanzarote, CEP, sá um skipulagningu námskeiðsins og í stuttu máli var þetta frábært námskeið og við nutum dásamlegrar náttúru svæðisins og mikillar góðvildar heimamanna. Ferðasagan kemur myndskreytt síðar inn á vefsíðu skólans.