Nám á haustönn 2025

Nýnemar geta sótt um í FSN og enn er laust 
í ákveðna áfanga í fjarnámi.
Hægt er að hafa samband v…
Nýnemar geta sótt um í FSN og enn er laust
í ákveðna áfanga í fjarnámi.
Hægt er að hafa samband við Agnesi námsráðgjafa,
agnes@fsn.is eða í síma 430 8400

Nú ættu allir nýnemar sem sóttu um skólavist í FSN að hafa fengið svar og forsjáraðilar fengið greiðsluseðil í heimabanka.

Aðrir sem vilja koma í FSN geta enn sótt um með því að hafa samband við Agnesi Sigurðardóttur námsráðgjafa á agnes@fsn.is eða hringja á skrifstofu skólans milli klukkan 8:00-16:00 í síma 430 8400.  Enn er laust í fjarnám í ákveðna áfanga, sjá upplýsingar um fjarnám við FSN.

Nýnemadagur er föstudaginn 15.ágúst og fyrsti kennsludagur er 18.ágúst.

Við hlökkum til að hitta nemendur okkar.