Næsta vika. 7.-11.september

Góðan dag ágæta samstarfsfólk og nemendur

Ég vil þakka ykkur öllum fyrir frábæra vinnuviku og þolinmæði og umburðarlyndi með þessu undarlega ástandi sem hefur verið í skólahaldi þetta haustið. Þið eigið öll mikið hrós skilið fyrir að fara eftir sóttvarnareglum og virða eins metra regluna.
Nú hefur heilbrigðisráðherra gefið út nýja reglugerð sem leyfir 200 manna samkomur. Þessi reglugerð tekur gildi 7.september.

Þetta þýðir að á mánudaginn mega allir nemendur í FSN mæta í skólann.

Við höldum áfram að virða sóttvarnarreglur og koma inn í skólann samkvæmt merkingum.
Næsta vika er 37. vika. 7.-11.september

• Þriðjudagur:
o Umsjón

Til minnis:
 Muna sóttvarnarreglur:
o Handþvottur.
o Spritta.
o Nálægðarmörk – Einn metri.

Kveðja
Hrafnhildur skólameistari