Næsta vika. 14.-18.september

 Ágæta samstarfsfólk og nemendur

Takk fyrir góða viku. Hér í skólanum ríkir góður skólaandi og það var gaman að geta haft alla nemendur í skólanum.

Í þessari viku fóru þær Agnes, Freydís og María í heimsókn í Framhaldsdeildina okkar á Patreksfirði. Þær voru með foreldrafund á mánudagskvöld og hittu nemendur á þriðjudeginum.

Ég hvet ykkur til að fylgjast með Instagram síðu FSN, en hún Freydís sem hefur það hlutverk að vera tengiliður við samfélagsmiðla hefur verið dugleg að setja þar inn myndir frá skólastarfinu.

 

 Kosningar í nemendafélaginu eru búnar og nýr forseti nemendafélagsins er Ragnheiður Arnarsdóttir.  Við óskum henni til hamingju með þetta embætti og óskum henni góðs gengis.  Stjórnin er skipuð þessum nemendum:

 

NÝ STJÓRN 2020-2021

Forseti: Ragnheiður Arnarsdóttir

Ritari: Halldóra Margrét Pálsdóttir

Gjaldkeri:Heiðrún Edda Pálsdóttir

Markaðstjóri:Kristrún Þorgrímsdóttir

 

Kosning formanna í nefndir fór svona:

Skemmtinefnd

Formaður:Oliver Darri Þrastarson

Árshátíðarnefnd

Formaður: Oliver Darri Þrastarson

Íþróttanefnd

Formaður: Ari Bergmann Ægisson

Ljósmynda – og stuttmyndafélag

Oliver Darri Þrastarson

Ég óska öllum þessum nemendum til hamingju og hlakka til að vinna með ykkur í vetur.

 

                   Næsta vika er 38. vika.  14.-18. september

 

  • Þriðjudagur: Starfsmannafundur

 

Til minnis:

  • 24.-25.september eru námsmatsdagar. Þá daga er ekki kennsla. Nemendur fá fyrri umsögn á önninni 29.september.
  • Við minnum enn einu sinni á sóttvarnarreglur:
  • muna handþvott,
  • að spritta,
  • nálægðarmörk – einn meter,             

Góða helgi

Hrafnhildur skólameistari