MeMa - Menntamaskína í FSN

Við erum fimm stelpur í áfanga sem heitir MeMa, eða Menntamaskína, og erum að vinna að appi sem á að bæta samgöngur nemenda í FSN. Menntamaskínan fer fram í nokkrum framhaldsskólum um landið en allir vinna eftir sama heimsmarkmiði, sem kallast Sjálfbærar borgir og samfélög.

Í dag, föstudaginn 13. nóvember, fórum við á rafrænan fund á Teams með Bryndísi og Hafliða frá FabLab og Einari forritara frá Aranja. Á fundinum ræddum við hugmyndir af uppsetningu appsins okkar og mismunandi leiðir sem það getur hagnast okkur og samnemendum okkar.

Við höfum margar hugmyndir af útfærslu appsins og við hlökkum til að deila þeim með ykkur. Við vonum að þið getið nýtt ykkur appið þegar það er tilbúið.