Lokaverkefni útskriftarnemenda FSN

Símon Andri Sævarsson Walter stoppaði upp lunda sem lokaverkefni og hélt kynningu á ferlinu. Það er …
Símon Andri Sævarsson Walter stoppaði upp lunda sem lokaverkefni og hélt kynningu á ferlinu. Það er óhætt að segja að vel hafi til tekist hjá honum. Ljósm. tfk.

Útskriftarnemendur í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði kynntu lokaverkefni sín í morgun. Alls voru níu nemendur sem kynntu verkefni sín og voru mörg mjög áhugaverð. Þarna mátti sjá mjög fjölbreytt verkefni eins og íþróttaiðkun barna, stuttmynd og hlaðvarpsþátt. Nemendur skólans eru nú á lokametrum annarinnar enda styttist í útskrift.