Lokaverkefni kynnt

Líkan af Zetor og heimasmíðaður gítar og taflborð
myndir: Tómas Freyr Kristjánsson
Líkan af Zetor og heimasmíðaður gítar og taflborð
myndir: Tómas Freyr Kristjánsson

Útskriftarefni kynntu lokaverkefnin sín í matsalnum.

Lokaverkefni - LOKA3VE03 - er áfangi sem nemendur á stúdentsbrautum taka á sinni síðustu önn við skólann. Nemandi velur sér viðfangsefni og skipuleggur í samráði við leiðbeinanda. Gert er ráð fyrir að nemandi velji efni tengt sinni braut þótt mögulegt sé að víkja frá þeirri reglu. Verkefni á þessari önn voru fjölbreytt eins of oft áður, þarna mátti sjá heimasmíðaðan bíl, mini-útgáfu af zetrodráttavél, rafmagnsgítar, kynningu á tannheilsu, podcast þættir,  listaverk unnið í anda súrrealisma og þjóðsögur frá Stykkishólmi.

Annars er nánari upptalning á öllum lokverkefnum vorið 2023 hér:

 Hlaðvörp um:
- stöðu afreks íþróttafólks
- þjálfunaraðferðir í fótbolta
- fyrri heimsstyrjöldina
Kennslumyndbönd um:
- körfubolta
- fótbolta
Heimasíður um:
- tannheilsu
- kvíða
- þjóðsögur
- myndlist
Ritgerðir um:
- svefn
- Arsenal
Listaverk:
- málverk á striga
- súrealískt verk úr endurunnu efni
Málmsuða:
- líkan af Zetor
- líkan af vörubíl
Annað:
- taflborð með peðum
- rafmagnsgítar

 Myndir hér