Lionsfélagar í Stykkishólmi færa FSN veglega gjöf

Þarna má sjá ýmsa hluti eins og ludo spilakarla, statíf fyrir hljómplötu, ónefndan þjóðhöfðingja, ka…
Þarna má sjá ýmsa hluti eins og ludo spilakarla, statíf fyrir hljómplötu, ónefndan þjóðhöfðingja, kanínu og sitthvað fleira. Ljósm. tfk.

Fjölbrautaskóla Snæfellinga bárust á dögunum veglegar gjafir frá Lionsklúbbi Stykkishólms, að verðmæti 600 þúsund krónur. Inni í þessum pakka eru tveir þrívíddar prentarar, hitapressa til að pressa á fatnað og búnaður til að hanna og prenta út slíkar merkingar. Allur kemur þessi búnaður sér vel fyrir kennslu á nýsköpunar- og frumkvöðlabraut sem kennd er við skólann. Þar læra nemendur að hanna ýmsa hluti og nánast engar hömlur á sköpunargleðinni nema þær sem hugurinn setur þeim.

Þeir Gunnlaugur Smárason og Loftur Árni Björgvinsson voru önnum kafnir við kennslu er fréttaritari leit við í kennslustund í gær. Þar voru nemendur að hanna hluti eins og statíf fyrir vínilplötur, hleðslustand fyrir snjallsíma svo eitthvað sé nefnt.

Gunnlaugur Smárason kennari er hér að stilla einn þrívíddarprentarann.

Tekið af vef Skessuhorns.