Kynningar á lokaverkefnum útskriftarefna

Í dag kynntu útskriftarefni lokaverkefni sín. Lokaverkefni eru unnin í áfanga sem nemendur taka á síðasta námsári. Nemandi velur sér viðfangsefni og skipuleggur í samráði við leiðbeinanda. Nemendur geta útfæra verkefnin á ýmsan hátt, s.s. í formi ritgerðar, vefsíðu, heimildamyndar, sýningar, tímaritsgreinar, bókagerðar, portfolio, útvarpsþáttar eða rannsóknarskýrslu. Með tilkomu þrívíddarprentara hefur það færst í aukana að nemendur vinni módel t.d. af húsum. Mikil áhersla er lögð á sjálfstæð og skapandi vinnubrögð. Gert er ráð fyrir að nemandi velji efni tengt sinni braut þótt mögulegt sé að víkja frá þeirri reglu. Afrakstur allra lokaverkefna er síðan kynntur í annarlok í málstofu sem er opin fyrir nærsamfélagið. Verkefnin sem voru kynnt í dag voru mjög áhugaverð.

Myndir frá kynningu útskriftarnema má sjá hér