Kynning á verkefnum unnum í þemaviku

Á fimmtudag kynntu nemendur afurð úr hópavinnu í þemaviku 13.-16.mars. Fyrir hádegi þessa daga var unnið að þessum verkefnum: kynheigð, kynvitund, kynlíf, kynsjúkdómar, getnaðarvarnir. Nemendur kynntu sér þessi efni og unnu svo stuttmyndir, glærukynningu, bjuggu til instagramsíðu eða sömdu lag og fluttu um efnið. Kynningin heppnaðist vel og allir, bæði nemendur og starfsfólk voru sammála um að þessi vika hafi heppnast vel og verið skemmtilegt uppbrot í hefðbundinni kennslu. Að loknum hádegismat hófst undirbúningur að því að breyta stóra salnum í hátíðarsal því í kvöld er árshátíð nemendafélagsins. Nemendur og starfsfólk koma saman og snæða dýrindis kvöldverð og hlýða á skemmtiatriði sem nemendafélagið hefur undirbúið. Að því loknu fara nemendur á árshátíðardansleik.

Myndir frá kynningum nemenda og undirbúningi fyrir árshátíð má sjá hér:

Kynning á verkefnum í þemaviku