Kæru nemendur - Kveðja frá Agnesi ráðgjafa

Kæru nemendur!

Nú reynir á að vinna heiman frá og hvet ég ykkur til þess að setja upp ykkar stundaskrá fyrir hvern dag eða vikuna þar sem þið skipuleggið nám ykkar. Notist við skólastundatöfluna þar sem allir tímar verða enn kenndir en þó með breyttu sniði og bætið þar inn vinnutíma sem þið ætlið að nýta í verkefnavinnu – þið verðið að meta í hvaða áföngum þið þurfið extra tíma.

Ekki gleyma að hreyfa ykkur, gefið ykkur tíma til þess að fara út í göngu eða á æfingu (þar sem það má), nærið ykkur vel og muna að sofa (á nóttunni).

Nú er valtímabil fyrir næstu önn og þið ættuð flest að kunna að velja á INNU – ef þið þurfið aðstoð þá hafið þið samband við mig eða umsjónarkennara ykkar. Ég mun svo fara yfir allt val og passa að það sé rétt valið fyrir næstu önn.

Þið ættuð að búa yfir þeirri hæfni eftir að hafa stundað nám við FSN að skipuleggja ykkur og halda utan um þau verkefni sem þið vinnið en ef þið eruð í vandræðum þá ekki hika við að hafa samband.

Það má alltaf senda mér tölvupóst á agnes@fsn.is en einnig getið þið fundið mig á TEAMS og sent skilaboð eða hringt.

Við munum komast í gegn um næstu vikurnar saman.