Jöfnunarstyrkur

Búið er að opna fyrir jöfnunarstyrkinn.

https://menntasjodur.is/jofnunarstyrkur/

Umsóknarfrestir

Umsóknarfrestur er til 15. október á haustönn og 15. febrúar á vorönn.

Ef umsókn um námsstyrk berst eftir auglýstan umsóknarfrest skerðist styrkurinn um 15% frá 1. nóvember á haustönn og frá 1. mars á vorönn.

Ekki er hægt að sækja um styrk eftir að fjórir mánuðir eru liðnir frá umsóknarfresti á viðkomandi önn.

Það opnar fyrir umsóknir um jöfnunarstyrk þann 1. september, bæði fyrir haust- og vorönn. 

Styrkirnir eru greiddir út eftir hverja önn í janúar og júní þegar skólarnir hafa staðfest námsárangur annarinnar.

  • Styrkurinn er greiddur inn á bankareikning námsmanns sem verður að vera skráður á hans nafni.
  • Ekki er hægt að greiða inn á bankareikning foreldra eða annarra.