Jákvæðar niðurstöður úr Stofnun ársins 2021

Chart

Description automatically generated 

Starfsfólk Fjölbrautaskóla Snæfellinga tóku þátt í könnun um stofnun ársins í lok síðasta árs og voru niðurstöður hennar einkar ánægjulegar. Séu þær bornar saman við niðurstöður annarra framhaldsskóla á landinu er ljóst að starfsfólk mat flest þeirra níu atriða sem mæld eru í könnunni hærra en aðrir skólar. Ef litið er til heildareinkunnar er skólinn í 7. sæti yfir alla framhaldsskóla á landinu, en skarar fram úr í mati starfsfólks á starfsanda, vinnuskilyrða og ánægju/stolti.  

Það er því óhætt að segja, miðað við þessar niðurstöður, að andinn í starfsmannahópnum sé góður og vonumst við til þess að það nái að smita út frá sér út í nemendahópinn.