Jakob Þorsteinsson keppir fyrir hönd FSN í Söngkeppni framhaldsskólanna.

 Söng­keppni fram­halds­skól­anna sem fer fram í þrítug­asta skipti á þessu ári mun fara fram í beinni út­send­ingu á RÚV án áhorf­enda. Jakob Þorsteinsson mun keppa fyrir hönd Fjölbrautarskóla Snæfellinga ásamt 20 Kepp­end­um öðrum fram­halds­skólum landsins.

Keppn­in átti að fara fram í vor en var slegið á frest til hausts vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins. Vegna hertra smit­varna síðustu vik­ur hef­ur nú verið ákveðið að keppn­in fari fram án áhorf­enda.

Keppn­in fer fram 26. sept­em­ber og verður send út í beinni út­send­ingu frá hús­næði Ext­on í Kópa­vogi.

Við óskum Jakobi góðs gengis og hlökkum til að sjá hann á stóra sviðinu.