Íþróttalína við FSN


Í Fjölbrautaskóla Snæfellinga verður boðið upp á íþróttalínu á öllum stúdentsprófsbrautum frá haustönn 2019. Nemandi sem útskrifast af stúdentsprófsbraut með íþróttalínu skal taka kjarna og viðbótarkjarna viðkomandi stúdentsprófsbrautar auk íþróttalínunnar. Verið er að ljúka við vinnu við brautina.