Innritun vegna nýnema sem luku grunnskólaprófi í vor er lokið

Fjölbrautaskóli Snæfellinga er staðsettur í Grundarfirði og býður upp á nám á framhaldsskólastigi.
Fjölbrautaskóli Snæfellinga er staðsettur í Grundarfirði og býður upp á nám á framhaldsskólastigi.

Nú ættu allir nýnemar sem sóttu um skólavist í FSN að hafa fengið svar og forsjáraðilar fengið greiðsluseðil í heimabanka.

Aðrir sem vilja koma í FSN geta enn sótt um með því að hafa samband við Agnesi Sigurðardóttur námsráðgjafa á agnes@fsn.is eða Sólrúnu Guðjónsdóttur á solrun@fsn.is

Nýnemadagur er föstudaginn 15.ágúst og fyrsti kennsludagur er 18.ágúst.

 Starfsfólk FSN hlakkar til að hitta nýnemana og alla aðra nemendur í haust og við erum spennt fyrir komandi skólaári.