Hugleiðingar eftir skóladaginn 6.október

Nú er þessi sérstaki skóladagur liðinn. Dagurinn var sérstakur vegna þess að við skipulögðum skólastarf samkvæmt nýrri reglugerð sem tók gildi 4.október. Við höfum farið eftir þeim reglum sem nemendur fengu sendar í gær. Í stuttu máli þá gengur okkur vel að aðlaga okkur að þessum nýju reglum og við förum eftir reglum um persónulegar sóttvarnir.

Við tökum einn dag i einu og gleðjumst yfir því að geta hitt nemendur okkar í skólanum. Ég vil hrósa bæði nemendum og starfsfólki fyrir frábæra frammistöðu í dag. Þetta verður léttara á morgun því nú þekkjum við þetta fyrirkomulag.

Hrafnhildur, skólameistari.