Vinnustöðvar í FSN - þar er vinnustuð

Vinnustöðvar eru hluti af kennslutíma hvers áfanga, Þær eru hugsaðar fyrir nemendur til að vinna sín verkefni en þeir ráða því hvernig þeir nýta tímann. Allir nemendur og kennarar hafa vinnustöðvar á sama tíma í sínum stundatöflum og því er vinnustöðin góður tími til að vinna með samnemendum í hópavinnu, leita aðstoðar hjá kennurum eða vinna sjálfstætt. Nemendur geta einnig nýtt vinnustöðvar ef þeir hafa misst af föstum tíma hjá kennara og geta þá unnið upp verkefni.

Vinnustöðvar eru í stundatöflum nemenda kl. 10:30-11:20 þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga og þær eru í stóra sal skólans.