Hraust ungmenni

Á Héðinsmóti í bekkpressu keppti Sandra Kuczynska sem lenti í 1. sæti með lyftu upp á 70kg
Á Héðinsmóti í bekkpressu keppti Sandra Kuczynska sem lenti í 1. sæti með lyftu upp á 70kg

 

Þann 10 maí áttum við hraust ungmenni sem kepptu á íþróttamótum og náðu stórgóðum árangri.

Á Héðinsmóti í bekkpressu kepptu Sandra Kuczynska sem lenti í 1. sæti með lyftu upp á 70kg.

Mateusz Dulinskas lenti. í 1 sæti með lyftu upp á 132.5kg og Arnar Valur Matthíasson lenti í 3. sæti með lyftu upp á 80 kg.

Þá fóru Eirný Svana Helgadóttir og Sara Egilsdóttir til London að keppa í Hyrox og stóðu sig þrusu vel.

Svo má ekki gleyma nemendum okkar sem keppa í körfu með Snæfelli og knattspyrnu með Víkingi Reyni.

Við erum stolt af okkar hrausta fólki.