Heimsókn frá Malaga

Hér eru gestirnir með Hrafnhildi Hallvarðsdóttur skólameistara og Sólrúnu Guðjónsdóttur aðstoðarskól…
Hér eru gestirnir með Hrafnhildi Hallvarðsdóttur skólameistara og Sólrúnu Guðjónsdóttur aðstoðarskólameistara.

Í þessari viku dvöldu skólastjórnendur og kennarar frá IES Santa Bárbara skólanum í Malaga á Spáni hjá Fjölbrautaskóla Snæfellinga.  Gestirnir voru hér í gegnum Job shoadow verkefni Erasmus+ verkefnaáætlunar Evrópusambandsins til að fylgjast með og fræðast um kennsluhætti og starfsemi FSN.  Þau Antonio, Cristóbal, Isabel og Louisa voru mjög ánægð með dvölina og þótti einstaklega merkilegt að sjá kennslu í opnum rýmum og þá tækni sem notuð er við nám og kennslu í skólanum og buðu starfsfólki og nemendum að koma í heimsókn til sín við tækifæri.